á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
hahaha það er svo langt síðan að ég fór síðast inn á bloggið að ég þurfti að láta senda mér aðgangsorðið mitt svo ég gæti skrifað nokkrar línur hérna. Hér er allt við það sama. Núna er snjórinn að bráðna og semsé hitinn sem er búinn að vera á Íslandi er á leiðinni til okkar. Svo að núna er vonandi að vorið sé að láta sjá sig. Það er nú einu sinni páskar eftir ca 2 vikur. Við fáum góða gesti um páskanna. Já mamma og amma hans Gústa ætla koma og eyða páskunum með okkur. Það verður örugglega rosalega gaman og eithvað sniðugt gert, eins og kanna nágrenið og kannski kíkt á meiginlandið (Jótland) og jafnvel að kíkja til útland. En eins og aðrir kennarar þá kunna þessir dönsku að eyðileggja páskafríið. Jamms þessi er nú samt að reyna að vera góður við okkur og með því að láta okkur fá verkefnið í síðasta tíma fyrir páska þá græðum við nokkra daga til að gera verkefnið. Þetta á nefnilega að vera viku verkefni en verður útaf páskafríinu 2 viku verkefni. En ég ætla að láta þetta nægja í bili og reikna statistik og láta hugsa um páskaegg. Kannski að ég reyni að pæla í hverjar líkurnar séu að ég fái páskaegg??? Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|